Samþykki og persónuvernd
Um Rakning C-19 og tengd kerfi
Með því að samþykkja að kveikja á tilkynningum um útsetningu getur Rakning C-19 látið þig vita ef þú hefur verið nærri einstaklingi sem hefur tilkynnt staðfest COVID-19 smit.
Síminn notar Bluetooth til að safna og deila handahófskenndum auðkennum á öruggan máta með öðrum símum í nágrenninu. Upplýsingum um dagsetningu lengd og sendistyrk sem tengjast úsetningunni verður deilt með forritinu.
Með því að virkja Rakning C-19 í símanum þínum hjálpar þú teymi almannavarna að rekja hugsanleg COVID-19 smit á Íslandi!
Persónuvernd
Meðan forritið er virkt á símanum þínum safnar það ópersónugreinanlegum handahófskenndum auðkennum síðustu 14 daga og geymir á öruggan hátt á símanum þínum. Forritið byrjar að safna gögnum þegar þú tekur það í notkun og hefur veitt samþykki þitt hér fyrir neðan. Þínum lyklum er aldrei deilt nema með þínu samþykki að beiðni smitrakningateymis Almannavarna. Þeir sem fá tilkynningu um hugsanlegt smit fá engar upplýsingar um hvaðan tilkynningin kemur.
Þér stendur einnig til boða að skrá símanúmer þitt til þess að fá tilkynningar um niðurstöðu sýnatöku við landamæri.
Berist þér tilkynning um úsetningu stendur þér til boða að skrá þig í svokallaða smitgát og fá boð í sýnatöku 7 dögum eftir úsetningu. Sú skráning fer fram í gegnum sérstaka vefsíðu sem virkja má úr forritinu.
Tilgangur Rakning C-19 er tryggja hraða og árangursríka smitrakningu og auðvelda þannig smitrakningarteyminu að hafa upp á einstaklingum kunna að hafa verið útsettir fyrir COVID-19 smiti.
Vinnsla persónuupplýsinga í smáforritinu byggir á samþykki þínu, það sama á við um miðlun á auðkennum þínum í gagnagrunn ef þú færð staðfestingu á COVID-19 smiti.
Vinnsla persónuupplýsinga sem þú gefur upp í skráningareyðublaði byggir á heimildum sóttvarnalæknis skv. sóttvarnarlögum nr. 19/1997.
Öll vinnsla persónuupplýsinga er á ábyrgð embættis landlæknis.
Frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga má sjá í persónuverndarstefnu Rakning C-19 sem nálgast má hér: https://www.covid.is/app/personuverndarstefna
Til baka í skráningarform